SektargreiðslurLögreglustjóri hefur almenna heimild til að ljúka máli, sem hann hefur ákæruvald um, með lögreglustjórasekt, þ. e. vettvangssekt skv. 148. gr. laga nr. 88/208 um meðferð sakamála, sektarboði skv. 150. gr. og sektargerð skv. 149. gr. sömu laga. Skilyrði er að viðurlög við broti fari ekki fram úr sekt að tiltekinni fjárhæð samkvæmt reglugerð sem dómsmálaráðherra setur, sviptingu rétttinda eða upptöku eigna, enda sé brot tilgreint á skrá, sem ríkissaksóknari gefur út skv. 1. sbr. 3. mgr. 149. gr. laga nr. 88/2008.
SamfélagsþjónustaSamfélagsþjónusta leggur þá skyldu á brotamann að inna af hendi launalausa vinnu í ákveðinn tímafjölda í þágu samfélagsins á tilgreindu tímabili. Samfélagsþjónustan hefur þann kost að brotamaður getur haldið sambandi við fjölskyldu, stundað vinnu sína eða nám meðan hann “afplánar” refsinguna. Vinnan felst í líknar- eða hjálparstörfum og hefur uppeldislegt gildi fyrir brotamann og nýtist samfélaginu.
ÁkærufrestunSkilorðsbundin frestun á útgáfu ákæru ungmenna er úrræði sem heimilt er að beita samkvæmt 56. gr. almennra hegningarlaga, þegar í hlut eiga ungmenni á aldrinum 15-21 árs sem hafa gengist við broti sínu. Einstaklingur verður sakhæfur við 15 ára aldur og meirihluti þeirra sem fá ákærufrestun hafa ekki náð 18 ára aldri þegar ákærufrestun hefst. Þetta úrræði er talið vera vænlegra til að skila árangri en refsing, þar sem viðkomandi fær tækifæri til að líta í eigin barm og skoða hvað fór úrskeiðis svo hann haldi ekki áfram á sömu braut.
Rafrænt eftirlitÞegar dæmd refsing er 12 mánaða óskilorðsbundið fangelsi eða lengri getur fangelsismálastofnun leyft fanga að ljúka afplánun utan fangelsis, enda hafi hann á sér búnað svo að unnt sé að fylgjast með ferðum hans, svo kallað ökklaband.
Skilorðsbundinn dómurÞeir sem hljóta skilorðsbundinn dóm, geta ferðast að vild, þar á meðal á milli landa. Þá geta einstaklingar verið búsettir erlendis, á meðan dómur er í gildi. Það sem skilorðsbundinn dómur þýðir í raun, er að viðkomandi er frjáls ferða sinna, svo lengi sem hann brýtur ekki af sér.
Óskilorðsbundinn dómurÞegar dómur er óskilorðsbundinn þýðir það að dómþoli þarf að afplána dóm í fangelsi. Þegar maður hefur verið dæmdur í allt að 12 mánaða óskilorðsbundið fangelsi er þó heimilt, ef almannahagsmunir mæla ekki gegn því, að fullnusta refsinguna með ólaunaðri samfélagsþjónustu.
Ökuferilskrá/punktakerfiRíkislögreglustjóri skal halda landsskrá um ökuferil ökumanna og punkta sem þeir hafa hlotið vegna umferðarlagabrota samkvæmt reglugerð þessari. Í ökuferilsskrá skal færa upplýsingar um umferðarlagabrot sem varða ökumenn og byggðar eru á kærum lögreglumanna. Einnig skal færa í skrána upplýsingar um öll umferðarslys sem lögregluskýrslur hafa verið ritaðar um.
Sakaskrá og "LÖKE-kerfið"Ríkissaksóknari heldur sakaskrá fyrir landið allt þar sem skráð eru úrslit opinberra mála. Um sakaskrána gilda reglur
|