Dómareiknir
  • Heim
  • Réttarkerfið
  • Dómsúrræði
  • Þinn réttur
  • Um dómareikninn
  • Lögmenn
  • Reiknivél

Rannsókn máls hætt

Sé rannsókn hafin getur lögregla einnig hætt henni ef ekki þykir grundvöllur til að halda henni áfram, svo sem ef í ljós kemur að kæra hefur ekki verið á rökum reist eða brot er smávægilegt og fyrirsjáanlegt er að rannsóknin muni hafa í för með sér óeðlilega mikla fyrirhöfn og kostnað.
LESA MEIRA

Falið frá ákæru

Ákærandi getur fellt mál niður, þ.e.a.s. ákveðið að ekki komi til frekari aðgerða af hálfu ákæruvalds í máli.  Áður en ákærandi tekur slíka ákvörðun ber honum að kanna gögn máls vandlega og leggja hlutlægt mat á stöðuna með þá reglu að leiðarljósi að sækja skal þá til sakar sem ákærandi telur að hafi gerst sekir um brot gegn refsilögum en aðra ekki.
LESA MEIRA

Ákæra/málshöfðun

Komist ákæruvaldið, að aflokinni rannsókn, að þeirri niðurstöðu að skilyrði fyrir höfðun sakamáls séu uppfyllt, skal án ástæðulauss dráttar taka ákvörðun um málshöfðun og gefa út ákæru í málinu. Ákæra er þá send ásamt málsgögnum til héraðsdóms.
LESA MEIRA

Dómstólarnir

Dómstólar hafa það hlutverk að skera úr um ágreining milli aðila og hvort einstaklingar, lögaðilar eða opinberir aðilar hafi brotið gegn lögum. Hér á landi eru starfandi tvö dómstig, þ.e. héraðsdómur og Hæstiréttur. Öll mál koma fyrst til úrlausnar fyrir héraðsdómstól, sem  nefnist lægra dómstig. Niðurstöðum héraðsdómstóla er svo að uppfylltum ákveðnum skilyrðum hægt að skjóta til æðra dómstigs, Hæstaréttar Íslands, en niðurstöður hans eru endanlegar.
LESA MEIRA
© COPYRIGHT 2015. ALL RIGHTS RESERVED.
  • Heim
  • Réttarkerfið
  • Dómsúrræði
  • Þinn réttur
  • Um dómareikninn
  • Lögmenn
  • Reiknivél