Dómareiknir
  • Heim
  • Réttarkerfið
  • Dómsúrræði
  • Þinn réttur
  • Um dómareikninn
  • Lögmenn
  • Reiknivél

Ákvæði um reynslulausn

Fjallað er um skilyrði reynslulausnar í 80. gr. laga um fullnustu refsinga

Skv. skilgreiningum í 2. gr. laga um fullnustu refsinga nr. 15/2016 er reynslulausn skilorðsbundin eftirgjöf hluta refsingar meðan reynslutíminn er sá tími sem reynslulausn varir.
80. gr.
Skilyrði reynslulausnar
Þegar fangi hefur afplánað tvo þriðju hluta refsitíma getur Fangelsismálastofnun ákveðið að hann skuli látinn laus til reynslu.
   Heimilt er að veita þeim fanga sem ekki afplánar refsingu fyrir alvarlegt eða að öðru leyti gróft afbrot, eða tilraun til slíks brots, svo sem manndráp, ofbeldis- eða kynferðisbrot, frelsissviptingarbrot, meiri háttar fíkniefnabrot, brennu eða önnur almannahættubrot og rán, lausn til reynslu þegar helmingur refsitímans er liðinn.
   Heimilt er að veita fanga lausn til reynslu þegar helmingur refsitímans er liðinn, þrátt fyrir að hann afpláni refsingu fyrir alvarlegt eða að öðru leyti gróft afbrot, ef mjög sérstakar persónulegar ástæður mæla með því og framkoma og hegðun fanga í refsivistinni hefur verið með ágætum. Sama gildir liggi fyrir ákvörðun Útlendingastofnunar um að fanga verði vísað úr landi að afplánun lokinni. Nú hefur fangi tvívegis eða oftar afplánað fangelsisrefsingu og verður honum þá ekki veitt reynslulausn samkvæmt þessari málsgrein nema sérstakar ástæður mæli með.
   Heimilt er að veita fanga lausn til reynslu þegar einn þriðji hluti refsitímans er liðinn, enda hafi fangi verið 21 árs eða yngri þegar hann framdi afbrot það sem hann situr í fangelsi fyrir, hegðun hans og framkoma verið með ágætum og hann þegið viðeigandi meðferð í afplánun og tekist á við vímuefnavanda sinn, hafi hann verið til staðar.
   Fanga, sem á mál til meðferðar hjá lögreglu, ákæruvaldi eða dómstólum þar sem hann er grunaður um refsiverðan verknað, verður að jafnaði ekki veitt reynslulausn, enda sé málið rekið með eðlilegum hætti og dráttur á því ekki af völdum fangans.
   Fanga, sem telst vera síbrotamaður eða hefur ítrekað verið veitt lausn til reynslu og rofið skilyrði hennar, skal ekki veitt reynslulausn að nýju nema sérstakar ástæður mæli með. Sama gildir þegar reynslulausn telst óráðleg vegna haga fangans eða með tilliti til almannahagsmuna, svo sem þegar hann hefur sýnt af sér mjög ámælisverða hegðun í afplánun eða er talinn hættulegur öðrum samkvæmt mati fagaðila. Nú er fanga synjað um reynslulausn samkvæmt þessari málsgrein og skal þá kynna honum hvaða skilyrði hann þurfi að uppfylla svo að unnt sé að endurskoða ákvörðunina.
   Það er skilyrði reynslulausnar að fangi lýsi því yfir að hann vilji hlíta þeim skilyrðum sem sett eru fyrir reynslulausn. Þegar fangi fær lausn til reynslu skal afhenda honum skírteini er greini skilyrði fyrir reynslulausn og hverju skilorðsrof varði.
   Þegar hluti fangelsisrefsingar er óskilorðs-bundinn en hluti skilorðsbundinn verður reynslulausn ekki veitt. Sama gildir þegar fangi afplánar vararefsingu fésektar.
   Nú hefur dómþoli ekki hafið afplánun og er þá heimilt að veita honum reynslulausn af refsingunni ef hann hefur áður afplánað að minnsta kosti jafnlanga refsingu og refsingin er einvörðungu vegna afbrota sem framin eru fyrir þá afplánun og hann hefur ekki verið dæmdur til fangelsisrefsingar fyrir afbrot framin eftir að þeirri afplánun lauk. Sama gildir ef dómþoli hefur þegar hafið afplánun.
Lögin í heild

Dómsvaldið kveður upp dóma sem eru fullnustaðir af framkvæmdavaldinu

Picture

Almennur fyrirvari

Forsendur útreikninga eru byggðar á ákvæðum í lögum um fullnustu refsinga nr. 15/2016. Þó geta heimildarákvæði laganna, s.s. varðandi reynslulausn leitt til að útreikningar stangist á við framkvæmd laganna. Aðstandendur vefsins eru ekki ábyrgir fyrir villum og/eða frávikum sem kunna að vera á þeim niðurstöðum sem birtast.
© COPYRIGHT 2015. ALL RIGHTS RESERVED.
  • Heim
  • Réttarkerfið
  • Dómsúrræði
  • Þinn réttur
  • Um dómareikninn
  • Lögmenn
  • Reiknivél